Færsluflokkur: Bloggar
24.7.2011 | 00:21
Ógleði.
Þetta er svona frétt sem virkilega situr í manni...
Sér í lagi eru tvær ástæður fyrir því að þessi frétt fer virkilega illa í mig.
Í fyrsta lagi hefur þarna átt sér stað viðbjóðslegur glæpur. Það getur aldrei farið vel í mann.
Það sem fer þó verr í mig er sá vægi fangelsisdómur sem sakborningur fékk. Í mínum huga er 10 ára fangelsisdómur ekki mikil refsing fyrir sálarmorð á barnungri stúlku. Af þeim glæpum sem hægt er að fremja er misnotkun á börnum (að mínu mati) með þeim allra verstu sem hægt er að hafa á samviskunni.
Það sem er þó verra er sú staðreynd að hann hefði fengið ennþá vægari dóm hefði málið komið upp á Íslandi.
Hámarksrefsing fyrir barnaníð á Íslandi er, skv. 202. grein almennra hegningarlaga, 16 ára fangelsi. Aldrei skal dæma einstakling í fangelsi í skemmri tíma en eitt ár. Skemmst er frá því að segja að hámarksrefsingu í þessum efnum er sjaldan (eða aldrei) beitt. Því sleppa gerendurnir nokkuð vel með sinn glæp.
Ég spyr: Af hverju nýtur þetta fólk mannréttinda?
10 ára fangelsi er ekki réttmæt refsing fyrir sálarmorð á ungri stúlku. Gelding, hins vegar...
Vinsamlegast kjósið mig í Alþingiskosningum þegar að því kemur. Takk.
Barnaði ellefu ára stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2010 | 22:29
Það er þá greinilegt að...
Bellamy á leið til Cardiff | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2010 | 18:36
Kærumál a la Bandaríkin?
Bandaríkjamenn hafa lengi verið þekktir fyrir það að kæra hvorn annan við minnsta tilefni. Sum tilefni ansi fáránleg, eins og t.d. þegar kona ein kærði örbylgjuofnaframleiðanda um bætur vegna kattar síns - en hann hafði hún sett í örbylgjuofninn vegna þess hve blautur hann var. Hann sprakk. Bar því við að framleiðandinn hefði ekki varað hana við því að það mætti ekki setja köttinn í örbylgjuofninn. Hún vann. BASIC.
En nú er pælingin...er þetta sambærilegt? Þetta eru ekki svipuð mál að neinu leiti...en hefur dómurinn rétt á sér?
Fimm ára ranglega sakaður um þjófnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.7.2010 | 22:25
Flottur leikur - flott stemning!
Bikarævintýri Ólsara lauk í Kaplakrika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)