Ógleði.

Þetta er svona frétt sem virkilega situr í manni...

Sér í lagi eru tvær ástæður fyrir því að þessi frétt fer virkilega illa í mig.

Í fyrsta lagi hefur þarna átt sér stað viðbjóðslegur glæpur. Það getur aldrei farið vel í mann.

Það sem fer þó verr í mig er sá vægi fangelsisdómur sem sakborningur fékk. Í mínum huga er 10 ára fangelsisdómur ekki mikil refsing fyrir sálarmorð á barnungri stúlku. Af þeim glæpum sem hægt er að fremja er misnotkun á börnum (að mínu mati) með þeim allra verstu sem hægt er að hafa á samviskunni.

Það sem er þó verra er sú staðreynd að hann hefði fengið ennþá vægari dóm hefði málið komið upp á Íslandi.

Hámarksrefsing fyrir barnaníð á Íslandi er, skv. 202. grein almennra hegningarlaga, 16 ára fangelsi. Aldrei skal dæma einstakling í fangelsi í skemmri tíma en eitt ár. Skemmst er frá því að segja að hámarksrefsingu í þessum efnum er sjaldan (eða aldrei) beitt. Því sleppa gerendurnir nokkuð vel með sinn glæp.

Ég spyr: Af hverju nýtur þetta fólk mannréttinda?

10 ára fangelsi er ekki réttmæt refsing fyrir sálarmorð á ungri stúlku. Gelding, hins vegar...

Vinsamlegast kjósið mig í Alþingiskosningum þegar að því kemur. Takk.


mbl.is Barnaði ellefu ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband