Flottur leikur - flott stemning!

Jæja, flottur leikur tveggja flottra liða og ánægjulegur sigur fyrir mína menn. Víkingar úr Ólafsvík veittu okkur góða keppni - jafnvel meiri en Haukarnir gerðu á sunnudagskvöldið sem leið. Stemningin á vellinum var ekki af verri endanum, og frammistaða Ólsara á pöllunum vakti aðdáun mína. Alltaf jafn gaman þegar bæjarfélög taka sig upp og flykkjast á svona stórleiki, rétt eins og þegar Hólmarar flykkjast á leiki Snæfells út um víðan völl. Öll Öskubuskuævintýri verða að taka enda, því miður fyrir okkur sem eru unnendur þess þegar lítilmagninn sigrar að lokum. Það eru því blendar tilfinningar að leik loknum...allavega hérna megin. Ákvað að skella inn einu lagi, til heiðurs Ólsara. Eitt af mínum uppáhalds - titillinn segir allt sem þarf. :)
mbl.is Bikarævintýri Ólsara lauk í Kaplakrika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband